Sjávarútvegsmál, kynjajafnrétti og breski sjálfstæðisflokkurinn: Næstu fundir í Evrópufundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Fundaröð Alþjóðamálastofnunar Evrópusamræður 2012-2013 heldur áfram

 

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands heldur tíu málstofur um Evrópusamrunann og Ísland. Stofnunin hlaut styrki frá Evrópustofu og úr Jean Monnet sjóði ESB til að stuðla að upplýstri umræðu um Evrópumál á Íslandi.

Fundirnir fara fram á ensku. Allir velkomnir. 

 

Næstu opnu fundir:

 

Föstudaginn 14. júní kl. 12-13 í Norræna húsinu

Þróun sjávarútvegsstefnu ESB – reynsla Dana

Ole Poulsen, einn helsti sérfræðingur Dana þegar kemur að sjávarútvegsmálum, ræðir sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB.

Föstudaginn 21. júní kl. 12-13 í Norræna húsinu

Hefur kynjajafnrétti stuðlað að auknum Evrópusamruna?

Agnes Hubert, ráðgjafi á skrifstofu stefnumótunarráðgjafa í Evrópumálum, fjallar um hvernig kynjajafnrétti hefur stuðlað að samruna í Evrópu.

Miðvikudaginn 3. júlí – kl. 12-13:15 í Lögbergi 101

Breski sjálfstæðisflokkurinn (UK Independence Party), íhaldsflokkurinn og afstaða til

Evrópusamrunans á Bretlandi

Dr. Philip Lynch og Dr. Richard Whitaker, fræðimenn við háskólann í Leicester, fjalla um hægri væng breskra stjórnmála, afstöðu stjórnmálamanna og almennings til Evrópumsamrunans og setja umræðuna í samhengi við íslensk stjórnmál í dag.