Lýðræðinu ógnað – umfjöllun á visir.is um erindi Michael T. Corgan

Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasamskiptum við Boston háskóla, hélt erindi um ógnina við lýðræðið í Bandaríkjunum í komandi kosningum í nóvember. Corgan ræddi ýmis ný og sérkennileg einkenni á bandarísku forsetakosningunum á fundi Alþjóðamálastofnunar föstudaginn 5. október. Þar á meðal eru fjársterkir einkasjóðir og milljarðamæringar, kosningasvindl og svipting lýðréttinda, sveifluríki, „framboð“ Netanayahus og hin sívinsæla októberuppákoma. Fundurinn var vel sóttur af nemendum og öðrum áhugamönnum um bandarísk stjórnmál. Hér má sjá umfjöllun á visir.is um fundinn.