Viðhorf frumbyggja til loftslagsbreytinga í hnattrænu samhengi

OPINN FYRIRLESTUR: MÁNUDAGINN 26. ÁGÚST KL. 12-13 Í ODDA 101

Viðhorf frumbyggja til loftslagsbreytinga í hnattrænu samhengi

Patricia Cochran, yfirmaður hjá Vísindanefnd frumbyggja í Alaska (Alaska Native Science Commission), mun fjalla um framlag frumbyggja til umræðunnar um loftslagsbreytingar á innlendum sem alþjóðlegum vettvangi. Loftlagsbreytingar á norðurslóðum standa henni mjög nærri sem Inupiaq Eskimói en jafnframt hefur hún víðtæka reynslu af því að starfa með frumbyggjasamfélögum víðs vegar um heiminn. Þar er unnið að því að miðla sjónarhornum þeirra á fjölþætt vísindaleg og samfélagsleg álitamál sem sprottið hafa upp vegna óstöðugs loftslags.

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, opnar fundinn og kynnir Cochran.  

Fundarstjóri: Kristinn Schram, forstöðumaður Rannsóknaseturs um norðurslóðir.