Hvers vegna ójöfn tekjuskipting skapar hættu fyrir lýðræðið – og loftslag í heiminum

OPINN FYRIRLESTUR: FÖSTUDAGINN 6. SEPTEMBER Í LÖGBERGI 101 KL. 12:00-13:00

Í erindinu er lagt út frá orðum Louis Brandeis fyrrum dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna: Við verðum að velja. Við getum haft lýðræði eða við getum haft söfnun auðs á fárra hendur, en við getum ekki haft hvoru tveggja. Fjallað er um nýlegar rannsóknir sem sýna þann pólitíska kostnað sem fylgir ójöfnuði: Í fyrsta lagi, hvernig hlutdrægni fulltrúaræðisins hyglir hinum efnameiri í bandarískum stjórnmálum, í öðru lagi hvað ákvarðar áherslu í stefnumálum þeirra (þ.e. hinna efnameiri) og í þriðja lagi hvernig og eftir hvaða leiðum þessar áherslur verða að stefnu stjórnvalda. Í fyrirlestrinum er leitt að því líkum að þessi hlutdrægni fulltrúaræðisins hjálpi til við að útskýra pólitíska pólaríseringu og lömun; sem aftur hjálpi til við að útskýra getuleysi við að móta markmið og aðgerðir til að takast á við fjöldann allan af samfélagslegum áskorunum, þar með talið einni af þeim stærstu, loftslagsbreytingar.

Robert Wade er prófessor í stjórnmálahagfræði og þróunarsamvinnu við The London School of Economics and Political Science (LSE).

Fundarstjóri: Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.