NEI! Uppreisnin gegn Pinochet

Dagskrá í Norræna húsinu 10. september 2013 kl. 16-18 og kvikmyndasýning í Bíó Paradís sama dag kl. 20.

NEI!
Uppreisnin gegn Pinochet

Norræna húsið, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Bíó Paradís standa sameiginlega að dagskrá þar sem þess er minnst að 40 ár eru liðin frá valdaráni Augusto Pinochets í Chile, 11. september 1973, og 25 ár liðin frá því að hann var kosinn frá völdum. Dagskráin hverfist um chileanska rithöfundinn Antonio Skármeta sem er einn gesta Bókmenntahátíðar 2013.

Á fundinum í Norræna húsinu koma fram:

  • Antonio Skármeta, rithöfundur frá Chile
  • Martin Wilkens, starfsmaður sendiráðs Svía í Chile 1973
  • Madeleine Ströje Wilkens, sendiherra Svía í Chile 1992-1997

Fundarstjóri er Sigurður Ólafsson, stjórnmálafræðingur, sem stundað hefur rannsóknir í Chile.
 

Léttar veitingar frá Chile eru í boði að fundinum loknum í Norræna húsinu.

Fundargestum er boðið á frumsýningu kvikmyndarinnar NO í Bíó Paradís kl. 20 um kvöldið.

Dagskráin nýtur stuðnings Icelandair og utanríkisráðuneytisins.