Hvað vill Peking? Næstu skref í utanríkisstefnu Kína

OPINN FYRIRLESTUR: MIÐVIKUDAGINN 18. SEPTEMBER Í NORRÆNA HÚSINU KL. 12:00-13:00

Hvað vill Peking? Næstu skref í utanríkisstefnu Kína

Í valdatíð fyrri ríkisstjórna Jiang Zemin og Hu Jintao einkenndist utanríkisstefna Kína af uppbyggingu og þenslu á sama tíma og landið var að þróast úr svæðisbundnu í alþjóðlegt veldi. Frá því að Xi Jinping tók við forsetaembættinu í nóvember á síðasta ári hefur staða Kína í alþjóðasamfélaginu vaxið enn frekar, eins og glöggt má sjá á auknu sjálftrausti Kína í utanríkismálum, sem hefur meðal annars lýst sér í aukinni áherslu á heimssvæði utan Asíu og Kyrrahafssvæðisins. Þau auknu umsvif er í flestum tilvikum að mestu bundin við mjúkt vald, en það á hins vegar ekki við um samskipti Kína við nágranna sína í Asíu sem einkennast að mörgu leyti af deilum. Sú þróun leiðir af sér vangaveltur um markmið kínverskrar utanríkisstefnu Kína eftir því sem ríkið eflist á alþjóðasviðinu.

Marc Lanteigne er dósent við stjórnmálafræðideild Victoria-háskóla í Wellington á Nýja-Sjálandi og rannsóknarstjóri við New Zealand Centre for Contemporary China Research.

Fundarstjóri: Alyson JK Bailes, aðjunkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.