Nútíð og framtíð Atlantshafsbandalagsins: Aðgerðir og verkefni

OPINN FYRIRLESTUR: FIMMTUDAGINN 19. SEPTEMBER Í NORRÆNA HÚSINU KL. 10:00-11:00

Nútíð og framtíð Atlantshafsbandalagsins: Aðgerðir og verkefni

Atlantshafsbandalagið (NATO) gegnir lykilhlutverki í vörnum vestrænna ríkja. Bandalagið hefur tekið miklum breytingum frá tímum kalda stríðsins og stendur nú frammi fyrir verkefnum sem krefjast enn frekari breytinga. Formaður hermálanefndar NATO, Knud Bartels, hershöfðingi, ræðir um stöðu bandalagsins á þessu breytingaskeiði  Hann mun einkum beina athygli að þeim þætti í starfi bandalagsins sem lýtur að viðbragðsstyrk þess. Þá mun hann svara fyrirspurnum fundarmanna.

Knud Bartels, hershöfðingi, er formaður hermálanefndar NATO og þar með æðsti hermálafulltrúi bandalagsins. Hann var áður æðsti yfirmaður danska hersins.

Fundarstjóri: Alyson Bailes, aðjunkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands