Fimm ár frá hruni – heyra skattaskjól sögunni til?

Fimm ár frá hruni –
heyra skattaskjól sögunni til?

Morgunverðarfundur í Norræna húsinu

7. október 2013 kl. 9-12:15

 

Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus á Íslandi og Kjarninn í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands boða til morgunverðarfundar 7. október 2013 kl. 9-12:15 í Norræna húsinu þegar þess er minnst að fimm ár eru frá efnahagshruninu á Íslandi.

Umfjöllunarefni dagsins eru samnorrænar aðgerðir gegn skattaundanskotum. Norðurlöndin hafa gert samninga um upplýsingaskipti við rúmlega 40 svonefnd skattaskjól undanfarin ár. En hver er árangurinn af þessum samningum og hvað hag hafa norrænir skattgreiðendur af þeim?

Til að ræða þessi mál boða upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus og Kjarninn í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands til fundar þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar um þessi málefni taka til máls.

 

Dagskrá:

08:30-09:00 Léttur morgunverður á boðstólnum fyrir fundargesti.
09:00-09:05 Sigurður Ólafsson, fulltrúi Norðurlanda í fókus á Íslandi
09:05-09:40 Torsten Fensby, verkefnisstjóri hjá Norrænu ráðherranefndinni
09:40-10:15 Sigrún Davíðsdóttir, blaðamaður
10:15-10:25 Stutt hlé
10:25-11:00 Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri
11:00-11:35 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
11:35-12:15 Pallborðsumræður

Fundarstjóri er Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans.

Fundurinn fer fram á ensku.

Fundurinn er öllum opinn og þátttaka er ókeypis en þó háð skráningu, í síðasta lagi laugardaginn 5. október. Skráning berist á netfangið sigurdur@nordice.is.