Ný útgáfa: The Case for Arctic Governance: The Arctic Puzzle

Í tengslum við áhrif loftlagsbreytinga beinist nú sífellt meiri athygli að stjórnunarháttum á norðurslóðum. Í þessu riti kynnir Helga Haftendorn einstaka þætti stjórnunarhátta á svæðinu, meðal annars hvað varðar viðskiptamöguleika. Á sama tíma og bent er á að umræðan um „átök“ á norðurslóðum hefur reynst ýkt þá fjallar Haftendorn um málefni sem geta fært okkur hagnýta þekkingu, auk þess að hjálpa okkur við greiningu á mikilvægum málaflokkum. Að hvaða leyti mun aukinn áhugi frá ríkjum og fyrirtækjum, og uppbygging á norðurslóðum hafa áhrif á líf frumbyggja á svæðinu? Ef Norðurskautsráðið (Arctic Council) vill ekki, eða getur ekki, fjalla um „hörð“ öryggismál, hvernig á þá að leysa úr mögulegum deilumálum og östöðugleika á svæðinu? Í þessu riti er að finna skýra umfjöllun um málefni norðurslóða, sem er góður grunnur til þess að byggja framtíðarrannsóknir á. Þetta er fyrsta ritið sem gefið er út á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir, sem heyrir undir Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Ritið er hægt að nálgast hér.