„Græn og jafnréttissinnuð“ Norðurlönd = Kynjuð loftlagsstefna?

OPINN FYRIRLESTUR: MIÐVIKUDAGINN 13. NÓVEMBER KL. 12-13 Í ÁRNAGARÐI 301

Rannsóknir sýna að það er kynbundinn munur á áhrifum loftlagsbreytinga, konum í óhag, og að konur er almennt tilbúnari en karlmenn til að breyta lífsháttum sínum til að bregðast við loftslagsbreytingum. Þar af leiðandi er kyn breyta sem nauðsynlegt er að taka með þegar fjallað er um stefnumótun í loftlagsmálum. Norðurlöndin eru frumkvöðlar, bæði í jafnréttismálum og loftslagsmálum, og hafa haldið á lofti ímynd sinni sem ,,Græn, væn og jafnréttissinnuð“ á alþjóðavettvangi. En hefur árangur þeirra í jafnréttismálum leitt til loftlagsstefnu þar sem kyn er sýnilegur þáttur?

Dr. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir er lektor í alþjóðastjórnmálum og Evrópufræðum við Háskólann í Malmö. Gunnhildur hefur auk þess starfað við Lundarháskóla og Háskóla Íslands þar sem hún kennir nú á haustmisseri.

Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram á ensku.