„Gróska og lífskraftur“: Áætlun Íslands í norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2014

Opinn fundur föstudaginn 22. nóvember kl. 12-13 í Lögbergi 101

Eygló Harðardóttir, samstarfsráðherra Norðurlanda, kynnir formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2014. Áætlunin ber yfirskriftina „Gróska og lífskraftur“.

Verkefni sem Ísland hyggst setja á oddinn í formennskutíð sinni eru m.a. norrænt lífhagkerfi, norrænn spilunarlisti og norræna velferðarvaktin, auk þess að leggja aukna rækt við vestnorrænt samstarf. Þá mun á formennskuárinu fara fram endurskoðun á norðurskautsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar og starfrækt verður sérstakt norrænt landamæraráð sem ætlað er að vinna áfram að afnámi stjórnsýsluhindrana á Norðurlöndunum.

Norræna félagið, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus í Norræna húsinu.