Verkefnastyrkir vegna norðurslóðarannsókna 2014

Rannsóknasetur um norðurslóðir veitir á nýju ári styrki til að vinna að lokaverkefnum við Háskóla Íslands og rannsóknarverkefnum í samstarfi við setrið.   

Markmið styrkjanna er:

  • Að efla rannsóknir á norðurslóðum
  • Að efla möguleika framhaldsnema og nýrra fræðimanna, á öllum fræðasviðum, til að vinna að umfangsmiklum rannsóknarverkefnum um málefni norðurslóða
  • Að styðja framúrskarandi nemendur við lokaverkefnavinnu

Allar umsóknir sem tengjast norðurslóðum, í víðum skilningi, eru teknar til greina.  Þó er óskað sérstaklega eftir umsóknum sem tengjast konum og kyngervi í norðri, áhrifum loftslagsbreytinga, hreyfanleika hópa og notkun fjöl- og samskiptamiðla á norðurslóðum.

Umsóknir:

Árið 2014 munu að hámarki veittir tveir styrkir, að upphæð 250.000 kr., til meistaranema og tveir styrkir, að upphæð 300.000 kr., til fræðimanna sem lokið hafa meistara- eða doktorsnámi.  Umsóknareyðublöð er að finna á slóðinni www.caps.hi.is og skal skilað inn rafrænt á netfangið caps@hi.is.

Umsóknafrestur:

Umsóknafrestur rennur út föstudaginn 20. desember 2013, kl. 16. Úthlutað verður um miðjan janúar 2014.

Skilyrði

Skilyrði sem umsækjendur þurfa að uppfylla:

  • Þau sem sækja um styrk fyrir meistaraverkefni skulu stefna á að vinna verkefnið á vor- eða sumarmisseri 2014 og vera skráð til útskriftar við Háskóla Íslands í júní eða október árið 2014.
  • Þau sem sækja um rannsóknaverkefni skulu hafa lokið meistara- eða doktorsnámi og skal verkefnið vera aðskilið eða umtalsverð viðbót við meistara- eða doktorsverkefni þeirra.

 

Frekari upplýsingar veitir Kristinn Schram, forstöðumaður Rannsóknaseturs um norðurslóðir, í caps@hi.is