Arabíska vorið: Er tími vonar liðinn?

OPINN FYRIRLESTUR FIMMTUDAGINN 16. JANÚAR KL. 12:00-13:00 Í ODDA 101

 

Þegar arabíska vorið hófst fyrir þremur árum ríkti mikil bjartsýni um ferska vinda og gróskumikla tíð í arabískum stjórnmálum. Gömlum einræðisherrum var steypt af stóli og almenningur eygði von um breytingu, en fljótlega kom í ljós að þetta dugði ekki til og tími vonar leið undir lok. Mannréttindi hafa verið fótum troðin, ekki síst kvenna, og minnihlutahópa, svo sem kristinna araba. Þessir tveir hópar hafa komið verst út úr viðburðum tengdum arabíska vorinu, og þá sérstaklega í Egyptalandi. Í fyrirlestrinum verður lögð áhersla á stöðu þessara hópa, en einnig verður rætt almennt um  stjórnmálaástandið í Mið-Austurlöndum.

Magnús Þorkell Bernharðsson er prófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og einn fremsti sérfræðingur Íslands í málefnum Mið-Austurlanda.

Fundarstjóri: Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi.

Allir velkomnir.