Nelson Mandela og máttur sáttargjörðar andspænis aðskilnaðarstefnunni og afleiðingum hennar

Nelson Mandela og máttur sáttargjörðar andspænis aðskilnaðarstefnunni og afleiðingum hennar.
Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar, Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi efna til málþings í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 24. janúar kl. 14 – 16.
Fyrirlesarar eru dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor og fyrrverandi sendiherra í Suður-Afríku, sem fjallar um ævi- og stjórnmálferil Mandela og dr. Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor og formaður stjórnar Guðfræðistofnunar, sem ræðir Kairos-skjalið, guðfræðileg viðbrögð við aðskilnaðarstefnu Suður Afríku, Apartheid.
Dagskrá:
Bogi Ágústsson, formaður stjórnar Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar setur málþingið.
Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir: Ævi og stjórnmálaferill Mandela
Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir: Kairos-skjalið; guðfræðileg viðbrögð við aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku, Apartheid.
Viðbrögð og umræður.