Málstofa um ferðamennsku og sjálfsmyndir á norðurslóðum

Ferðamennska og sjálfsmyndir á norðurslóðum er viðfangsefni málstofu á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir sem haldin verður 10. apríl  í stofu 101 í Odda kl 11 – 13.  Á meðal fyrirlesara eru fræðimenn frá Norðurslóðaháskólanum í Noregi (UiT The Arctic University of Norway), Háskóla Íslands, HERA verkefninu Arctic Encounters og rannsóknarverkefninu Winter Tourism.    Málstofan er haldin í samstarfi við námsbraut í þjóðfræði og safnafræði og námsbraut í land- og ferðamálafræði.  Allir velkomnir.

Dagskrá:
Brynhild Granås (dósent, UiT The Arctic University of Norway): Meaning aspects and identities in play: Preliminary observations from a field study among mushers and sled dogs.

Britt Kramvig (prófessor, UiT The Arctic University of Norway): Reasons to return: can modeling innovation together with business partners become ways of modeling new research practices?

Katrín Anna Lund (dósent, Háskóli Íslands) og  Gunnar Þór Jóhannesson (lektor, Háskóli Íslands): Heading into darkness, hunting the lights: Shaping Arctic spaces.

Katla Kjartansdóttir (þjóðfræðingur, Háskóli Íslands) og Kristinn Schram (nýdoktor/ forstöðumaður, Háskóli Íslands): Re-appropriating the exotic North: visualizing West Nordic image and identity.

Stein R. Mathisen (dósent, UiT The Arctic University of Norway): The Aurora Borealis, Sámi spirituality, and tourism.