Bretland og EES: Opinn fyrirlestur fimmtudaginn 30. janúar kl. 12–13

Evrópuvaktin, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um nýsköpun og hagvöxt boða til hádegisfundar fimmtudaginn 30. janúar klukkan 12.00 til 13.00 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, með dr. Richard North sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á Evrópusambandinu, ESB, og sérstaklega stöðu Breta innan þess. Fjörugar umræður eru nú í Bretlandi um framtíðarsamband landsins og ESB. David Cameron forsætisráðherra hefur lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að ESB árið 2017, fái hann brautargengi í þingkosningum 2015. Dr. Richard North hefur fært rök fyrir því, sem hann kallar „Norway Option“ — norska kostinum. Þar lítur hann á samband Noregs við ESB samkvæmt EES-samningnum. Skoðanir hans á því efni eiga ekki síður erindi til Íslendinga en Breta eða Norðmanna.

Dr. Richard North fæddist 1948. Hann stundar rannsóknir og greiningu á stjórnmálum og þróun þeirra. Hann er rithöfundur og bloggari. Hann hefur starfað á öllum stigum stjórnsýslu, en hóf störf að umhverfis-og heilbrigðismálum á sveitarstjórnarstigi. Hann sinnti hagsmunagæslu fyrir smáframleiðendur í viðskiptalífinu og var í fjögur ár rannsóknastjóri fyrir stjórnmálasamtök á ESB-þinginu.

Nánari upplýsingar: http://www.rnh.is/?p=5892