Malta og Evrópusambandið: Væntingar og reynsla

Rannsóknasetur um smáríki og Evrópusamtökin bjóða til hádegisfundar í Kornhlöðunni (bak við Lækjarbrekku) þriðjudaginn 27. október frá kl. 12 til 13:30 með Dr. Simon Busuttil, Evrópuþingmanni frá Möltu, og Dr. Roderick Pace, stjórnmálafræðiprófessor við Möltuháskóla.

Þeir munu flytja erindi um möguleg áhrif smáríkja innan Evrópusambandsins og hvaða þekkingu megi draga af reynslu Möltubúa af samstarfinu í Evrópusambandinu. Erindi Busuttils nefnist “The Influence of a Small New EU Member State” en að því loknu flytur Pace erindi sem hann kallar “Adapting to the EU: The Case of Malta”.

Dr. Simon Busuttil er lögfræðingur að mennt. Hann var í forsvari fyrir Evrópumiðstöð Möltu og starfaði einnig í samninganefnd Möltu í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Busuttil situr núna á Evrópuþinginu.

Prófessor Roderick Pace er stjórnmálafræðiprófessor við Möltuháskóla og jafnframt formaður Evrópusamtaka Möltu. Líkt og Busuttil starfaði hann líka í samninganefnd Möltu á sínum tíma.

Hanna Katrín Friðriksson stjórnar fundinum sem fram fer á ensku. Boðið verður upp á súpu og brauð og er fundurinn öllum opinn.