Blaða- og fréttamennska á átakasvæðum. Opið málþing 14. febrúar kl. 14-16 í Öskju, stofu 132.

Starf fréttafólks er hvergi jafn hættulegt og á svæðum ófriðar, átaka og veikra lýðræðislegra stoða. Á fundinum munu þrír blaðamenn sem allir hafa starfað á átakasvæðum, Fahad Shah frá Kasmír, Jasmin Rexhepi frá Kosovo og Mazen Maarouf frá Líbanon ræða ástand mála í heimalandi sínu og reynslu sína sem blaðamenn á átakasvæðum. Þeir munu ræða hlutverk,starf og áskoranir sem blaðamenn mæta í leit sinni að upplýsingum til almennings við slíkar aðstæður.

Mazeen Maarouf er ljóðskáld og menningablaðamaður af palenstínskum uppruna með íslenskan ríkisborgararétt. Hann skrifaði með gagnrýnum hætti um menningu í Lebanon sem flóttamaður í landinu. Mazen varð fyrir vikið fyrir hótunum og miklum þrýstingi. Mazen gaf nýlega út ljóðabókina Ekkert nema strokleður og vinnur að þýðingu íslenskra bókmennta yfir á arabísku.

Jasmin Rexhepi er frá Kosovo og er viðskipta- og efnahagsblaðamaður sem ítarlega fjallaði um ferli einkavæðingar í landinu, eftir stofnun hins sjálfstæða ríkis, fyrir Gazeta Express. Blaðið er þekkt í heimalandinu fyrir áherslu á ítarlegar umfjallanir, fréttaskýringu og harkaleg leiðaraskrif. Jasmin flúði heimalandi undir ofsóknum og hótunum vegna skrifa sinna. Hann er hælisleitandi hér á landi.

Fahad Shah er ritstjóri tímaritsins The Kashmír Walla en blaðið stofnaði hann upphaflega árið 2009 sem blogg-síðu sem segja ætti sögur frá Kashmír. Tímaritinu er ætlað að segja sögur af dageglu lífi í Kashmír í skugga átaka og hernaðar. Efni blaðsins eru iðulega endurbirt í öðrum fjölmiðlum víða um heim.

Að fundinum koma: Blaðamannafélag Íslands, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Meistaranám í blaða- og fréttamennsku, Miðstöð Rannsóknarblaðamennsku, Nýlistasafn Íslands, DV og Grapevine.