Framboðsfundur um norræn málefni

 

Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í brennidepli og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóðu að opnum framboðsfundi um norræn málefni í sal Norræna hússins miðvikudaginn 10. apríl kl. 12-13:15.
 
Fulltrúar þeirra framboða sem bjóða fram á landsvísu til Alþingis sátu fyrir svörum og tjáðu skoðanir sínar á norrænni samvinnu. Meðal annars var rætt um norðurslóðir, sameiginleg öryggis- og varnarmál, Norðurlandasamstarfið og samvinnu við ríki í Evrópu. 
 
Eftirfarandi frambjóðendur tóku þátt: 
Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokknum
Halldór Gunnarsson, Flokki heimilanna
Katrín Jakobsdóttir, Vinstri grænum
Margrét Tryggvadóttir, Dögun
Óttar Proppé, Bjartri framtíð
Sigurjón Haraldsson, Hægri grænum
Stefán Vignir Skarphéðinsson, Pírötum
Vigdís Hauksdóttir, Framsóknarflokknum
Þorvaldur Gylfason, Lýðræðisvaktinni
Össur Skarphéðinsson, Samfylkingunni
 
Fundarstjóri var Baldvin Þór Bergsson, blaðamaður og doktorsnemi.
 
Allir velkomnir.