Val á samstarfslöndum til þróunarsamvinnu og ákvarðanir um veitingu neyðaraðstoðar

OPINN FYRIRLESTUR FIMMTUDAGINN 6. MARS KL. 12 TIL 13 Í ODDA 1o1

Skil þróunarsamvinnu og neyðaraðstoðar eru stundum óljós. Í fyrirlestrinum verður greint frá rannsóknum fræðimanna á ástæðum fyrir stuðningi opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka til einstakra landa og neyðartilvika. Einnig verður fjallað um sjónarmið sem stuðst er við þegar samstarfslönd Íslands í þróunarsamvinnu eru valin og við útdeilingu styrkja til neyðaraðstoðar.

Jónína Einarsdóttir, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands

Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

Alþjóðamálastofnun stendur fyrir fjórum málstofum um þróunarmál og neyðaraðstoð í samstarfi við námsbraut í mannfræði við Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið. Málstofurnar verða haldnar í hádeginu á fimmtudögum í mars.

Jonina_Einars