Skipulag til árangurs

OPINN FYRIRLESTUR FIMMTUDAGINN 27. MARS KL. 12 TIL 13 Í ODDA 101

Yfirlýsingarnar kenndar við París, Accra og Busan leggja allar áherslu á árangur í þróunarsamvinnu og að mæla hann, frekar en að horfa bara til sjálfra aðgerðanna sem samvinnan fjármagnar. Þá er lögð áhersla á eignarhald ríkja og samræmingu í aðgerðum. Skipulag þróunarsamvinnu og staða hennar í stjórnkerfi ríkra ríkja er afar mismunandi. Ekkert ríki hefur talið ástæðu til að endurskipuleggja stjórnkerfi þróunarsamvinnu sinnar frá því að áðurnefndar samþykktir voru gerðar. Áhugavert er að velta fyrir sér hvort eitthvert tiltekið fyrirkomulag, t.d. sérhæfð stofnun eða alger innlimun í utanríkisþjónustu, fellur vel eða illa að kröfunum um árangur, eignarhald og samræmingu.

Engilbert Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands

Fundarstjóri: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands

Alþjóðamálastofnun stendur fyrir fjórum málstofum um þróunarmál og neyðaraðstoð í samstarfi við námsbraut í mannfræði við Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið. Málstofurnar verða haldnar í hádeginu á fimmtudögum í mars

engilbert_netauglysing