Heisbourg um evruna og ESB

Einn kunnasti sérfræðingur Evrópu í öryggis- og alþjóðastjórnmálum, François Heisburg, heldur fyrirlestur um evruna og Evrópusambandið á vegum Rannsóknaseturs um nýsköpun og hagvöxt (RNH) og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands laugardaginn 5. apríl 2014 kl. 11–12 í Odda, stofu O-202, í Háskóla Íslands. Heisbourg fæddist 1949 og hlaut menntun sína í franska stjórnsýsluháskólanum, L’École nationale d’administration (ENA). Hann starfaði í franska utanríkisráðuneytinu frá 1978 til 1984 og var þá meðal annars öryggisráðgjafi utanríkisráðherra Frakklands. Hann var aðstoðarframkvæmdastjóri vopna- og raftækjasmiðjunnar Thomson-CSF 1984–1987, eftir að Mitterand forseti hafði þjóðnýtt hana, og forstöðumaður IISS, International Institute for Strategic Studies, í Lundúnum 1987–1992. Hann hefur síðan gegnt margvíslegum störfum, meðal annars kennt við háskóla og verið ráðgjafi ýmissa stofnana og ráða. Hann hefur verið stjórnarformaður ISS frá 2001. 

Fundurinn verður fluttur á ensku. Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra og sendiherra í París, stjórnar fundinum. Að honum standa auk RNH og Alþjóðamálastofnunar samtökin Þjóðráð og Heimssýn.

Nánari upplýsingar: www.rnh.is