Rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki

Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði og Jean Monnet prófessor í Evrópufræðum við Háskóla Íslands. Baldur, ásamt erlendum samstarfsfélögum, stofnaði Rannsóknasetur um smáríki árið 2001 og er hann núverandi rannsóknastjóri setursins. Baldur gegndi stöðu stjórnarformanns Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki til ársins 2011. Rannsóknir hans beinast fyrst og fremst að smáríkjafræðum, Evrópusamrunanum, og innan- og utanríkismálum Íslands. Hann hefur gefið út fjölda ritrýndra greina í alþjóðlegum tímaritum ásamt því að skrifa kafla í ritstýrðar fræðibækur. Baldur hefur gefið út tvær bækur um smáríki í Evrópu: Iceland and European integration: On the Edge and The Role of Small States in the European Union.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Baldurs: https://uni.hi.is/baldurt/