Erindi frá kynningarfundi á úttekt Alþjóðamálastofnunar

Kynningarfundur á úttekt Alþjóðamálastofnunar á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið fór fram á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn 7. apríl. Sýnt var beint frá fundinum á vísir.is og rúv.is. Fjórir af höfundum úttektarinnar kynntu helstu niðurstöður kafla hennar og sátu fyrir svörum að því loknu. Úttektin var unnin fyrir Viðskiptaráð Íslands, Alþýðusamband Íslands, Félag atvinnurekenda og Samtök atvinnulífsins.

Kynningar fundarins voru eftirfarandi:

  • Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, hóf fundinn á að fara yfir stöðu aðildarviðræðna. Glærur frá kynningu Piu má nálgast hér.
  • Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og lektor við Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður peninga- og efnahagsmálakafla úttektarinnar. Glærur frá kynningu Ásgeirs má nálgast hér.
  • Bjarni Már Magnússon, lögfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík, kynnti niðurstöður sjávarútvegskafla úttektarinnar. Glærur frá kynningu Bjarna má nálgast hér.
  • Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur og forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður landbúnaðar- og byggðamálakafla úttektarinnar. Glærur frá kynningu Daða má nálgast hér.