Í dag 29. apríl: Málstofa um vinnuhópa Norðurskautsráðsins CAFF og PAME

Í dag, 29. apríl, heldur Rannsóknasetur um norðurslóðir málstofu um vinnuhópa Norðurskautsráðsins (Arctic Council) um verndun gróðurs og dýralífs á norðurslóðum og verndun á hafsvæðum norðurslóða. Conservation of Arctic Flora and Fauna (CAFF) og Protection of the Arctic Marine Environment (PAME) eru tveir af sex vinnuhópum Norðurskautsráðsins, sem er samstarfsvettvangur ríkjanna átta á norðurslóðum. Framkvæmdastjórar vinnuhópanna Tom Barry og Soffía Guðmundsdóttir munu kynna starfsemina og þau verkefni sem efst eru á baugi.
Málstofan fer tram í Gimli 102 kl. 14:30. Allir velkomnir.