Að finna sér stað í veröldinni: Ísland í Danaveldi og norður­slóðir sem nýr heimshluti

Tími: 9. maí 2014 kl 15:00-16:45 og 10. maí 2014 kl 10:00 til 18:00

Staðsetning: Þjóðminjasafn Íslands – fyrirlestrasalur

Á málþinginu fjalla fræðimenn frá Íslandi og Danmörku um stöðu Íslands á norðurslóðum frá menningarsögulegu sjónarhorni. Fjallað verður um stöðu landsins í sögu og samtíð í ljósi sjónarmiða sem kenna má við eftirlendur, dullendur og nýlendur. Sjónarmiðin verða könnuð í samhengi við áhrif þjóðernishyggju á söguskoðun og skilning á innbyrðis tengslum landanna við norðanvert Atlantshaf. Málþingið er tengt norræna rannsóknarverkefninu „Denmark and the New North Atlantic“ þar sem stefnt er saman fræðimönnum frá háskólum í Norður Evrópu til rannsókna á þeim menningar- og sögulegu tengingum sem mótað hafa þjóðarsögur Íslands, Grænlands, Færeyja, Noregs og Danmerkur. Á þessu málþingi taka til máls þátttakendur í rannsóknarverkefninu ásamt fleiri leiðandi fræðimönnum á rannsóknarsviðinu.

Aðalfyrirlesarar (keynote) eru Uffe Østergaard, Kirsten Thisted og Guðmundur Hálfdanarson.

Málþingið fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Dagskrá:

Föstudagur, 9. maí

15-16.45:

Uffe Østergaard (Copenhagen Business School), keynote speaker: Legacies of Empire in the present Danish nation state

Guðmundur Hálfdanarson (University of Iceland), keynote speaker: Iceland: A Province, Colony or Dependency?

 

Laugardagur, 10. maí

10-12.15:

Sverrir Jakobsson: The Medieval Nordic Commonwealth and the „Danish Tongue“

Jón Yngvi Jóhannsson: Representing Iceland. National identity and Pan Scandinavianism in Gunnar Gunnarsson‘s political writings

Sumarliði Ísleifsson: The ambivalence of Iceland

Ann-Sofie N. Gremaud: Fabulous Iceland – a place next to Neverland?

12.15-13.15 Hlé

13.15-15.15:

Íris Ellenberger: Danish immigrants in the republic of Iceland. Colonial history, cultural heritage and assimilation.

Katla Kjartansdóttir: Playing the Icelander: obscure heritage and exotic images of the North within Norden

Ólafur Rastrick: Placing Iceland on the Anthropometric Map: National Character, Physical Features and the Allure of Numbers

Kristín Loftsdóttir: “Innocent babble”: Affective Identities and Racialization in Iceland

15.15- 16 Hlé

16-17:

Kristinn Schram: Northwest-bound: making and mobilising a ‘West-Nordic Arctic’

Valur Ingimundarson: Narrating a “New Frontier”: Arctic Identities and Icelandic Foreign Policy in the 21st Century

17-17.45:

Kirsten Thisted (University of Copenhagen), keynote speaker: Building a “home” for the region. The role of Nordatlantens Brygge (The North Atlantic House in Copenhagen) in the construction of the New Nordic North-Atlantic.

17.45: Veitingar