Evrópumál: Fimm opnir fundir í maí og júní

Opnir fundir um Evrópumál í maí og júní

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Evrópustofa standa fyrir opnum fundum í maí og júní um málefni sem eru ofarlega í umræðunni í Evrópu um þessar mundir. Sjónum verður sérstaklega beint að þjóðernishyggju, mannréttindum, norðurslóðum, loftslagsbreytingum og stjórnsýslu í smáríkjum. Fundirnir verða auglýstir nánar á næstunni.

Þriðjudagur 13. maí kl. 12:00-13:30 í Norræna húsinu
Þjóðernishyggja, sjálfsmyndir og Evrópusambandið
Aukin þjóðernishyggja í Evrópu og áhrif hennar á viðhorf til Evrópusamrunans og Evrópusambandsins.

Fyrirlesarar: Herman Roodenburg, prófessor í þjóðfræði við Free University of Amsterdam, Guðmundur Hálfdánarson, prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands og Alyson Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

 

Mánudagur 19. maí kl. 12:00-13:30 í Norræna húsinu
Mannréttindi og Evrópusambandið
Staða mannréttinda innan Evrópusambandsins í kjölfar efnahagsþrenginga undangenginna ára og hvernig sambandið hefur tengt mannréttindamál við utanríkisstefnu sína.

Fyrirlesarar: Kinga Göncz, Evrópuþingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra Ungverjalands og Pauline Torehall, sérfræðingur hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins.

 

Mánudagur, 2. júní kl. 13:30-16:00 í Norræna húsinu

Norðurslóðastefna Evrópusambandsins
Stefnumótun Evrópusambandsins gagnvart norðurslóðum og áhrif sambandsins á svæðinu.

Meðal fyrirlesara eru: Hannu Halinen, sendiherra norðurslóðamála Finnlands, Andreas Raspotnik, sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Norðurskautsstofnuninni og Malgorzata Smieszek, rannsakandi og doktorsnemi við Norðurskautssetrið við Háskólann í Lapplandi.

 

Fimmtudagur 5. júní kl. 13:00-16:00 í Odda 101

Aðgerðir Evrópusambandsins og Íslands í loftslagsmálum
Áætlanir og aðgerðir Evrópusambandsins til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og skuldbindingar Íslands í gegnum EES-samninginn.

Meðal fyrirlesara eru: Samuel Flückiger, sérfræðingur í loftslagsmálum hjá EFTA og Wendel Trio, yfirmaður hjá Climate Action Network Europe.

 

Miðvikudagur 25. júní kl. 13:00-16:00 í Öskju 132
Smáríki, stjórnsýsla og Evrópusambandið
Möguleikar smáríkja til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku og stefnumótun innan alþjóðastofnana, sérstaklega innan Evrópusambandsins.

Meðal fyrirlesara eru Roderick Pace, prófessor í Evrópufræðum við háskólann á Möltu, Liam Weeks, lektor við University College Cork á Írlandi og Caroline Grøn, aðjúnkt við Kaupmannahafnarháskóla.

 

Fundirnir fara fram á ensku. Allir velkomnir.

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Evrópustofa á Facebook: www.facebook.com/evropustofa