Opið málþing 2. júní: Norðurslóðastefna Evrópusambandsins

Mánudagurinn 2. júní kl. 13:30-16:00 í Norræna húsinu

 Norðurslóðastefna Evrópusambandsins

Opinn fundur á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir og Evrópustofu í samstarfi við Norðurlönd í fókus.

Á þessu málþingi verður fjallað um stefnu Evrópusambandsins í málefnum norðurslóða. Áhersla verður lögð á mótun stefnunnar, hvernig hún hefur þróast og hverjir koma að mótun hennar og innleiðingu. Hvað er framundan hjá Evrópusambandinu á norðurslóðum? Hvernig getur sambandið haft áhrif á þróun og stefnumótun? Þá verður fjallað sérstaklega um nýjar siglingaleiðir á svæðinu og möguleika á ýmiskonar þjónustu þeim tengdum, svo sem umskipunarhöfn og miðstöð fyrir leit og björgun.

Aðalfyrirlesari:
Richard Tibbels

Sviðsstjóri norðurslóðamála hjá utanríkisþjónustu Evrópusambandsins (EEAS) gerir grein fyrir norðurslóðastefnu Evrópusambandsins.

Stefna Evrópusambandins gagnvart norðurslóðum. Hvað felur hún í sér og hvað þarf að gera?
Hannu Halinen, sendiherra norðurslóðamála Finnlands.

Evrópusambandið á norðurslóðum. Innsýn í norðurslóðastefnu sambandsins
Malgorzata Smieszek, rannsakandi og doktorsnemi við Norðurskautssetrið við Háskólann í Lapplandi.

Skref fyrir skref – leið Evrópusambandsins að norðurslóðum
Andreas Raspotnik, sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Norðurskautsstofnuninni.

Fundarstjóri er Margrét Cela, verkefnisstjóri hjá Rannsóknasetri um norðurslóðir.

Boðið verður upp á kaffiveitingar.

Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.