Hlutverk Rússlands í svæðisbundnum ráðum
Áskoranir og kappsemi á áhrifasvæðum Rússlands hefur löngum vakið alþjóðlega athygli og áhyggjur margra. Með auknum áhrifum loftslagsbreytinga beinist athyglin í ríkari mæli að landamærum Rússlands í norðri. Rússneska sambandslýðveldið hefur sterka rödd í fjölþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum og nokkuð ágenga norðurslóðastefnu sem hefur komið ríkinu í lykilstöðu í stjórn svæðisins.
Í nýrri bók setur Ingmar Oldberg, sérfræðingur í málefnum Rússlands, fram heildstæða sýn á þátttöku þess í samráðsvettvöngum á borð við Eystrasaltsráðið og Barentsráðið. Rannsóknir hans sýna fram á árangur samstarfsins en einnig þá erfiðleika sem spretta af stefnumótun Rússlands og innanlandsmálum þess. Niðurstöðurnar eru því þýðingarmiklar fyrir framtíðarhorfur norðurslóða í stærra samhengi. Eystrasalts- og Barentsráðin eiga margt sameiginlegt með Norðurskautsráðinu og fást við áskoranir sem hafa áhrif langt norður fyrir heimskautsbaug. Þetta rit varpar ljósi bæði á styrkleika og veikleika slíkra samstarfshópa og hvernig takmarkað valdsvið þeirra tengist hagsmunum Rússlands. Ritið er gefið út af Rannsóknasetri um norðurslóðir við Háskóla Íslands og má einnig nálgast í rafrænu formi ásamt annarri útgáfu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.