Opinn fundur í Norræna húsinu 29. ágúst: Skotland: Nýtt sjálfstætt ríki í Norður-Evrópu?

OPINN FUNDUR Í NORRÆNA HÚSINU FÖSTUDAGINN 29. ÁGÚST KL. 12:00-13:00 

SKOTLAND: Nýtt sjálfstætt ríki í Norður-Evrópu?

Þann 18. september kjósa íbúar Skotlands um það hvort ríkið öðlist sjálfstæði. Kjósi Skotar sjálfstæði verður til nýtt smáríki í Norður-Evrópu með um 5 milljónir íbúa. Hvaða hlutverki myndi sjálfstætt Skotland gegna á alþjóðasviðinu? Skoski þjóðarflokkurinn ætlar sér að vinna náið með norrænu ríkjunum, vera áfram í Evrópusambandinu og NATO, og taka virkan þátt í þróunarsamvinnu og friðargæslu á alþjóðavettvangi. Mikið er nú rætt um það hvort þessar fyrirætlanir sjálfstæðissinna í Skotlandi séu raunsæjar og hvaða þýðingu þær myndu hafa fyrir Bretland.

Dr. John MacDonald er dósent við háskólann í Glasgow og mun ræða um sjálfstæðishugmyndir Skotlands varðandi utanríkis- og varnarmál. Hann er með doktorspróf í evrópskum stjórnmálum frá háskólanum í Dundee og hefur haldið fjölda fyrirlestra um öryggismál, stríð og bandarísk stjórnmál. Hann er jafnframt forstöðumaður Scottish Global Forum (www.scottishglobalforum.int), rannsóknaseturs um stöðu Skotlands í alþjóðlegu samhengi.

Fundarstjóri: Alyson Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Að fundinum standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Edinborgarfélagið og Norðurlönd í fókus.