Málstofa á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir
Föstudaginn 12. september, 2014, kl 15-16
Gimli, Háskóla Íslands
Á málstofunni heldur Dr. Damien Degeorges fyrirlestur um áskoranirnar framundan í málefnum Grænlands og Íslands. Hann fjallar um efnahagslegan stöðugleika sem forsendu aukins samstarfs við Asíuríki og vegur kosti þátttöku í ASEM-ráðstefnunni (Asia-Europe Meeting) þar sem málefni norðurslóða verða til umfjöllunar.
Málstofan fer fram á ensku og er opin öllum. Áhugasamir skrái sig í netfang: caps@hi.is
Lesa má grein Damien um efni fyrirlestursins á vefsíðu frönsku hugveitunnar IFRI.