Málstofa um Singapore og norðurslóðir

Þriðjudaginn 23. september kl. 12-13

Í aðalbyggingu Háskóla Íslands, stofa 218

 

Áhugi Asíuríkja á norðurslóðum hefur aukist mjög að undanförnu og ekki síst vegna umhverfisáhrifa og efnahagstækifæra sem koma í kjölfar loftslagsbreytinga. Singapore er á meðal margra Asíuríkja sem veitt var áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu og átti einnig fulltrúa á Hringborði norðurslóða í Reykjavík 2013. Á málstofunni mun Jesse Hastings, lektor við Háskólann í Singapore og gestafræðimaður við Rannsóknasetur um norðurslóðir, fjalla um þátttöku Asíuríkja í norðurslóðasamstarfi og hvaða stefnu Singapore hyggst taka á þeim vettvangi.

Fyrirlesturinn og umræður fara fram á ensku.

Áhugasamir vinsamlegast skrái sig í netfangið caps@hi.is