Opnir umræðufundir og kvikmyndasýningar í Norræna húsinu 30. september og 1. október

OPNIR UMRÆÐUFUNDIR OG KVIKMYNDASÝNINGAR Í NORRÆNA HÚSINU

Þriðjudaginn 30. september kl. 17:00-19:00

STRÍÐSÚTIBÚ: NORÐURLÖNDIN OG AFGANISTAN

200 ár eru síðan Norðurlöndin fóru síðast í stríð hvert við annað. Síðan þá hafa þau stært sig af því að vera friðsöm en eigi að síður hafa þau á undanförnum árum tekið þátt í stríðum, meðal annars í Afganistan.

Danski heimildarmyndagerðarmaðurinn Nagieb Khaja, sem er af afgönskum ættum, hefur oftsinnis heimsótt Afganistan sem blaðamaður til þess að fjalla um ástandið í landinu. Árið 2007 var honum rænt af Talíbönum sem héldu honum í gíslingu í viku áður en honum tókst að sleppa við illan leik. Nagieb hefur verið gagnrýnin á umfjöllun fjölmiðla um stríðið í Afganistan. Hann ræðir hér reynslu sína og sýnir heimildarmynd sem hann gerði árið 2012 en hún samanstendur af upptökum heimamanna á sínu daglega lífi í strjálbýlum héruðum Afganistan.

Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.

Miðvikudaginn 1. október kl. 17:00-19:00

RÚSSLAND OG ÁTÖKIN Í ÚKRAÍNU

Hvað er á seyði í Úkraínu og hvaða áhrif hefur ástandið á alþjóðastjórnmál dagsins í dag? Hér verður saga svæðisins skoðuð og velt vöngum yfir því hvernig hættuástandið þar geti haft áhrif á samskipti Rússlands, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Í framhaldi af umræðum verður hin glænýja heimildarmynd Babylon 13 sýnd, en hún veitir innsýn í mótmælin á Maidan torgi fyrr á þessu ári.

Fyrirlesarar:
Bradley Thayer, lektor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands
Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Bifröst
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst

Fundarstjóri: Alyson Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Norðurlönd í fókus og Reykjavík International Film Festival (RIFF) standa að viðburðunum. ALLIR VELKOMNIR-ÓKEYPIS AÐGANGUR. Dagskrá RIFF má nálgast á www.riff.is