Nýtt námskeið á sviði norðurslóða

Á nýju námskeiði býðst öllum nemendum Háskóla Íslands, sem lokið hafa a.m.k. 90 ETCS,  að taka þátt í Arctic Circle ráðstefnunni 2014 sem fer fram dagana 31. október – 2. nóvember.

Arctic Circle samtökin voru stofnuð til að auka þátttöku í umræðu um norðurslóðir og efla alþjóðlegt samstarf um framtíð norðurslóða. Á Arctic Circle ráðstefnunni 2014 verða málstofur um fjölmörg málefni, svo sem: sjálfsmyndir og menning, stjórnmál og ferðamennska á norðurslóðum.

Skyldumæting er fyrir nemendur á ráðstefnuna. Nemendur þurfa að mæta í tvær kennslustundir stuttu fyrir ráðstefnuna, en námsmat fer fram í ritgerðum og kynningum.

Sjá nánar í kennsluskrá