Opinn fundur um Norður-Kóreu fimmtudaginn 16. október í Lögbergi 101

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og ASÍS – Asíuseturs Íslands, fimmtudaginn 16. október í Lögbergi 101 kl. 12:00-13:00.

Útskúfun eða samræður? Hvernig við eigum að haga samskiptum við Norður-Kóreu

Norður-Kórea er sennilega einangraðasta og fyrirlitnasta landið í heiminum í dag. Vestrænir fjölmiðlar hafa málað mynd af landinu sem einangruðu konungsveldi, stjórnað af gamaldags harðstjóra og ófyrirsjáanlegum kommúnískum leiðtoga sem stöðugt hótar nágrönnum sínum með leynilegri kjarnorkuáætlun. Norður-Kóreu er yfirleitt tekið með miklum fjandskap á alþjóðavettvangi. Í þessum fyrirlestri mun Geir Helgesen fjalla um kynni sín af þessu dularfulla samfélagi og lýsa sinni eigin reynslu af samskiptum við fulltrúa Norður-Kóreu. Hann mun í þessu samhengi fjalla um hvaða leiðir væru skynsamlegastar til þess að nálgast og skilja Norður-Kóreu ef markmiðið er að auka samskiptin við landið og gera það að virkum hluta af alþjóðasamfélaginu.

Geir Helgesen er forstöðumaður Norrænu Asíumálastofnunarinnar (NIAS), sem er staðsett í Kaupmannahafnarháskóla. Í rannsóknum sínum sem menningarfélagsfræðingur hefur hann fylgst náið með þróun mála á Kóreuskaga undanfarna þrjá áratugi, þar sem hann hefur lagt sérstaka áherslu á að skoða stjórnmálamenningu og hvernig hún birtist í hinum ýmsu stofnunum samfélagsins. Hann hefur skrifað fjölmargar skýrslur um Norður-Kóreu fyrir utanríkisráðuneyti Danmerkur og Noregs og er í stöðugum samskiptum við fjölmiðla í þessum löndum um ástandið á Kóreuskaga. Meðal verka sem hann hefur gefið út má nefna Politics, Culture and Self. East Asian and North European Attitudes (ritstjóri ásamt Søren Risbjerg Thomesen, NIAS Press, 2006), Ideas, Society and Politics in Northeast Asia and Northern Europe (ritstjóri ásamt Ras Tind Nielsen, NIAS Press, 2012) and Dialogue with North Korea? Preconditions for Talking Human Rights With a Hermit Kingdom (höfundur ásamt Hatla Thelle, NIAS Press, 2013).

Fundarstjóri: Dr. Geir Sigurðsson, forstöðumaður Asíuseturs Íslands.

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun

Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn.