BEIN ÚTSENDING: Opin málstofa 20. október: Mögulegt sjálfstæði Katalóníu

Opin málstofa á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og DIPLOCAT, mánudaginn 20. október í Noræna húsinu frá kl. 13:30 til 15:30. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér: media.vortex.is/syrland.live (nota VLC spilar á MAC tölvum).

Ný smáríki í Evrópu? Mögulegt sjálfstæði Katalóníu

Katalónía er sjálfstjórnarhérað á Norðaustur Spáni með 7,5 milljónir íbúa. Nýlega hefur mikið verið fjallað um Katalóníu í fjölmiðlum vegna hugmynda stjórnvalda í héraðinu um að halda atkvæðagreiðslu um mögulegt sjálfstæði 9. nóvember næstkomandi. Í ljósi þess að spænsk stjórnvöld hafa nú bannað þessa atkvæðagreiðslu, hvað er þá framundan í sjálfstæðismálum Katalóníubúa? Þessi málstofa varpar ljósi á söguna á bak við afstöðu ráðamanna í Katalóníu og setur hana í samhengi við nýlega atburðarás. Auk þess verður sjónum beint að myndun nýrra smáríkja í Evrópu í pallborðsumræðum. Málstofan er haldin á vegum Alþjóðamálastofnunar í samvinnu við DIPLOCAT sem er samstarf opinberra aðila og einkageirans sem hefur það markmið að stuðla að uppbyggilegri umræðu og tengslamyndun Katalóníubúa við umheiminn.

Dagskrá málstofunnar á ensku má nálgast hér.

Fundarstjóri: Alyson Bailes, aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun

Málstofan fer fram á ensku og er öllum opinn.