Smáríki í Evrópu: Slóvenía og staða þess innan ESB

Mánudaginn 27. október kl. 12:00-13:00 í Odda 201

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu

Smáríki í Evrópu: Slóvenía og staða þess innan Evrópusambandsins

Hefur stærð aðildarríkja Evrópusambandsins áhrif á hvernig þau móta Evrópustefnu sína? Dr. Cirila Toplak fjallar um hvaða áhrif hugmyndir Slóvena um landið sem smáríki í ESB hafa haft á Evrópustefnu Slóveníu og ber saman við svipaða umræðu í öðrum smáríkjum Evrópusambandsins.

Mikil umræða hefur farið fram í Slóveníu um lítil áhrif þess á ákvarðanatöku í ESB. Hugmyndir um Slóveníu sem áhrifalítið smáríki eru þó ekki endilega tengdar eiginlegri stærð landsins, heldur eru hluti af stjórnmálamenningu landsins.

Dr. Cirila Toplak er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Ljubljana í Slóveníu.

Fundarstjóri: Jóna Sólveig Elínardóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur.

Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Evrópustofa á Facebook: www.facebook.com/evropustofa