Mánudaginn 3. nóvember kl. 12:00-13:00 í Odda 201
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu
Schengen og landamæri þess við Miðjarðarhafið: Hryllingsárið
Það sem af er þessu ári hafa yfir 160 þúsund hælisleitendur og farandverkamenn lagt í hættuför yfir hafið frá Norður-Afríku til Evrópu, fyrir utan þá 3000 sem aldrei náðu landi. Mikil aukning á alvarlegum vopnuðum átökum allt frá Malí í Vestur-Afríku yfir til Gaza, Sýrlands, Íraks og víðar, hefur verið sannkölluð gullnáma fyrir þá sem stunda smygl á fólki. Flestir, í það minnsta 4000 manns, leggja í hann frá eftirlitslausum höfnum Líbíu, aðallega á leið til Ítalíu.
Hugo Brady mun leitast við að útskýra hvað liggur að baki þessum miklu fólksflutningum yfir Miðjarðarhafið og vanda þeirra sem móta stefnuna í glímunni við þennan mannlega harmleik.
Hugo Brady er sérfræðingur hjá Öryggismálastofnun Evrópusambandsins (EU Institute for Security Studies) og gestakennari við Evrópustofnun London School of Economics.
Fundarstjóri: Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Evrópustofa á Facebook: www.facebook.com/evropustofa