Ráðstefnan Efst á heimskautsbaugi heppnaðist vel

Dagana 28. og 29. október stóð Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands í annað sinn að árlegu ráðstefnunni Efst á heimskautsbaugi. Ráðstefnan var haldin á Center Hotel Plaza í Reykjavík og fjallaði um stjórnun, samstarf og sjálfbærni á norðurslóðum. Hún heppnaðist í alla staði vel og var sótt af fjölda fólks úr fræðasamfélaginu, hinu opinbera og sendifulltrúum erlendra ríkja.

 

Ráðstefnan var styrkt af bandaríska utanríkisráðuneytinu og Arctic Studies sjóðnum en sendinefnd ESB á Íslandi og Kanadíska sendirráðið héldu gagnlegar móttökur. Fyrirlesarar voru 33 talsins og komu frá 14 löndum. Að auki tóku 10 framhaldsnemar frá Íslandi og Noregi þátt, en þau tóku saman erindin og mynda þannig grunn að lokaskýrslu sem mun koma út á næstu vikum.

Myndir frá ráðstefnunni er að finna á heimasíðu Rannsóknaseturs um norðurslóðir  http://ams.hi.is/myndir/

Þá var ráðstefnan í heild sinni tekin upp, sjá https://www.youtube.com/results?search_query=trans+arctic+agenda

Sjá dagskrá