Málstofa: Mótun kínverskrar norðurslóðastefnu

MÁLSTOFA: FIMMTUDAGINN, 20. NÓVEMBER KL. 11-12

Í HÁSKÓLA ÍSLANDS, GIMLI, STOFA 301

Þrátt fyrir suðlæga staðsetningu verður Kína fyrir miklum áhrifum af þeim breytingum sem eiga sér stað á norðurslóðum, ekki síst loftslagsbreytingum og félags- og efnahagslegri þróun. Þessar breytingar hafa orðið til þess að Kína telur sig eiga mikilla hagsmuna að gæta á svæðinu. Ríkið hefur skuldbundið sig til þátttöku í vísindastarfi og samstarfi við norðurslóðaríki og aðra hagsmunahópa sem þar er að finna. Á málstofunni mun Deng Beixi, rannsóknarmaður hjá Norðurslóðarannsóknastofnun Kína og gestafræðimaður við Rannsóknasetur um norðurslóðir við Háskóla Íslands, fjalla um mótun kínverskrar norðurslóðastefnu, almenn viðmið og samstarf stofnana við framkvæmd hennar.

Málstofan og umræðurnar fara fram á ensku.

Allir velkomnir.

Áhugasamir skrái sig með því að senda tölvupóst á caps@hi.is