Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands
í samstarfi við Norðurlönd í fókus
Í Norræna húsinu 1. desember kl. 16:00-17:00.
Kosningar á Grænlandi: Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Kosningar fara fram á Grænlandi þann 28. nóvember. Á þessum opna fundi verður farið yfir stöðu stjórnmála á Grænlandi, fjallað um flokkakerfið, rýnt í úrslit kosninganna og reynt að svara því hvaða áhrif úrslitin hafa á þróun efnahagsmála á Grænlandi og samband landsins við umheiminn.
Grænland á krossgötum: Rýnt í stjórnmálaástandið
Eftir langa kosningabaráttu á Grænlandi er það vandasama verk framundan að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Hvaða málefni voru efst á baugi í kosningabaráttunni og hverju mun ný ríkisstjórn beita sér fyrir? Hvaða áhrif munu kosningaúrslitin hafa á komandi árum?
Inga Dóra Markussen er framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins og fyrrverandi ritstjóri dagblaðsins AG á Grænlandi.
Hvað gerist í kjölfar kosninganna?
Eftir minna en tvö á í starfi var ríkisstjórn Alequ Hammond neydd til að segja af sér og skapaðist við það óvissa fyrir fjárfesta sem hafa þurft að þola síbreytilegt regluverk á Grænlandi. Vinnsla á úrani og aukin ferðamennska hafa vegið þungt í umræðunni. Sjálfstraust Grænlendinga fer vaxandi og samhliða því hefur farið af stað lífleg umræða um framtíð landsins, þar sem nýjar raddir fá að heyrast – sérstaklega frá yngri kynslóðinni.
Damien Degeorges starfar sem alþjóðlegur ráðgjafi og skrifaði doktorsritgerð sína um stöðu Grænlands á norðurslóðum.
Fundarstjóri: Kristinn Schram, forstöðumaður Rannsóknaseturs um norðurslóðir.
Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun