Ritröð um smáríki: ‘Áhrif smáríkja innan framkvæmdastjórnar ESB: Tækifæri og takmarkanir’

Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands hefur hafið útgáfu á ritröð um smáríki þar sem nýjar rannsóknir fræðimanna í smáríkjafræðum eru kynntar á stuttan og hnitmiðaðan hátt. Smáritin eru ætluð blaðamönnum, embættismönnum, starfsmönnum sendiráða og öllum þeim sem vilja kynna sér það sem efst er á baugi í smáríkjarannsóknum.

Small States seeking influence in the European Commission: Opportunities and Constraints eftir Caroline Howard Grøn er eitt þeirra smárita sem Rannsóknasetur um smáríki hefur gefið út. Það fjallar um þau tækifæri og þær áskoranir sem smáríkin Danmörk og Svíþjóð standa frammi fyrir þegar kemur að því að hafa áhrif á setningu laga innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Hér má nálgast smáritið í heild sinni.

Rannsóknasetur um smáríki hlaut öndvegisstyrk frá Menntaáætlun Evrópusambandsins árið 2013 og starfar nú sem Jean Monnet öndvegissetur (Jean Monnet Centre of Excellence). Í tengslum við styrkinn mun öndvegissetrið efla sýnileika þverfaglegra rannsókna um smáríki og stöðu þeirra í alþjóðasamfélaginu.