Nýtt meistaranám í vestnorrænum fræðum – opið fyrir umsóknir

Rannsóknasetur um norðurslóðir hefur frá vorinu 2013 haldið utan um samnorrænt samstarfsverkefni fimm háskóla, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans í Færeyjum, Háskólans á Grænlandi og Nordland háskóla í Norður Noregi. Verkefnið snýst um að hanna nýtt þverfræðilegt meistaranám sem ber nafnið West Nordic Studies: Governance and Sustainable Management. Námið hefst haustið 2015 og nánari upplýsingar um það má finna á: http://westnordicstudies.net