Dr. Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur verður gestafræðimaður á Rannsóknasetri um norðurslóðir, á árinu 2015. Hann mun sinna rannsóknum á ímyndum norðursins á 20. öld, taka þátt í námskeiðsþróun og akademískum störfum setursins.
Sumarliði hefur unnið við ritstörf, rannsóknir og kennslu frá 1990, leiddi meðal annars verkefnið Ísland og ímyndir norðursins og ritstýrði samnefndri bók.
Á meðal samstarfsverkefna hans og verka í vinnslu eru:
Denmark and the New North North Atlantic, norrænt samstarfsverkefni, 2013-2016, verkefnisstjóri Kirsten Thisted, Kaupmannahafnarháskóla.
Network for Cultural Heritage, Memory, Digital Humanities and Visualization in the North Atlantic, 2014-2017, verkefnisstjóri Kim Simonsen, Amsterdam háskóla.
Ritstjórn á sögu utanlandsverslunar Íslendinga frá öndverðu og til samtímans, áætluð útgáfa 2015.
Saga Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í samvinnu við fleiri fræðimenn, útgáfa 2015.