Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar og Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands þriðjudaginn 3. febrúar kl. 12-13 í Öskju 132.
HRYÐJUVERK Í EVRÓPU
Hugmyndafræði, hreyfingar og hryðjuverk: París og Mið-Austurlönd
Í þessu erindi verður fjallað um tengsl atburðanna í París og stjórnmálasögu Mið-Austurlanda á 21. öld. Er spennan og óstöðugleikinn fyrir botni Miðjarðarhafs farinn að breiðast út til Evrópu? Hvað þarf að hafa í huga og hvaða ráðstafanir þurfa Evrópubúar að taka til að lágmarka frekari árásir?
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum.
——————————–
Hvert stefnir Frakkland á komandi árum?
Í þessu erindi verður fjallað um að hvaða leyti árásin á Charlie Hebdo, og umræðurnar í kjölfar hennar, muni mögulega hafa áhrif á frönsk stjórnmál og samfélagið í heild á komandi árum. Er Frakkland eins og við þekkjum það í dag að líða undir lok?
Gérard Lemarquis, kennari og fréttaritari.
————————–
Fundarstjóri: Sigríður Víðis Jónsdóttir, starfsmaður UNICEF á Íslandi og höfundur bókarinnar Ríkisfang: Ekkert.
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Fundurinn fer fram á íslensku og er opinn öllum.