Þriðjudaginn 3. mars kl. 9:00-10:30 í fundarsal Þjóðminjasafnsins
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu
Dýravelferð á Íslandi og í Evrópu
Á þessum fundi verður fjallað um hvernig Ísland er að standa sig í samanburði við Evrópu þegar kemur að velferð dýra. Rætt verður um þróun málaflokksins að undanförnu og hvaða áhrif stefna Evrópusambandsins hefur á löggjöf á Íslandi.
——————————–
Er dýravelferð viðskiptahindrun?
Í sáttmálum Evrópusambandsins er það skilyrði sett fram að velferð dýra sé höfð að leiðarljósi við mótun og framkvæmd stefnu sambandsins í lykilmálaflokkum. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hvernig þróunin hefur verið í þessum málum í Evrópusambandinu, hvaða hindranir hafa verið í veginum og hvaða aðferðum er beitt til að tryggja að reglum sé fylgt.
Terence Cassidy er yfirmaður velferðarmála dýra hjá matvælastofnun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
——————————-
Ný dýravelferðarlöggjöf á Íslandi: Hvar stöndum við í samanburði við Evrópu?
Í þessu erindi verður ný dýravelferðarlöggjöf á Íslandi borin saman við gildandi stefnu ESB í dýravelferðarmálum. Hvaða ESB reglugerðir varðandi dýravelferð hafa þegar verið innleiddar hér á landi? Hvað hefur verið samþykkt að innleiða og hverju hefur það breytt hér á Íslandi?
Þóra Jóhanna Jónasdóttir er dýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá Matvælastofnun.
——————————–
Eftir erindin verða pallborðsumræður:
Erna Bjarnadóttir frá Bændasamtökum Íslands
Dominique Plédel Jónsson frá Neytendasamtökunum
Sif Traustadóttir frá Dýraverndarsambandi Íslands
Fundarstjóri:
Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.
Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.
Boðið verður upp á kaffiveitingar frá kl. 8:30 til 9:00.
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Evrópustofa á Facebook: www.facebook.com/evropustofa
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Evrópustofu, stendur á næstunni fyrir opnum fundum um málefni sem eru ofarlega í umræðunni í Evrópu um þessar mundir. Sjónum verður sérstaklega beint að EES-samningnum, norðurslóðum, dýravelferð, heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, utanríkismálum og stjórnmálaástandinu í Evrópu.