Opið málþing 26. mars: Lettland – lítið ríki með stórt hlutverk

Málstofa í boði sendiherra Lettlands, Evrópustofu og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands

26. mars á Hótel Sögu, Snæfelli, kl. 16:00 – 18:00

Lettland – lítið ríki með stórt hlutverk

Sendiherra Lettlands gagnvart Íslandi, Indulis Abelis, fjallar um þau tækifæri og áskoranir sem lítið ríki þarf að takast á við þegar það sinnir formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Abelis mun ræða um hlutverk formennsku í ráðherraráði ESB ásamt ýmsum áherslumálum Lettlands, þá sérstaklega samkeppnishæfni Evrópu, stafræna tækni og tengsl og áhrif Evrópu á umheiminn.

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, Matthias Brinkmann, opnar málstofuna.

Fundarstjóri: Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Að málstofu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku með því að senda póst á netfangið evropustofa@evropustofa.is fyrir 25. mars 2015.