Opinn fundur: Föstudaginn 10. apríl kl. 12-13:15 í Norræna húsinu
Kosningar í Finnlandi
Þingkosningar fara fram í Finnlandi sunnudaginn 19. apríl. Í tilefni þess verður efnt til hádegisfundar um kosningarnar og finnsk stjórnmál.
Borgþór Kjærnested flytur erindi um kosningarnar og stjórnmál í Finnlandi. Valtteri Hirvonen, sendiherra Finnlands á Íslandi, flytur ávarp.
Í kjölfar þess verður rætt um stöðuna í finnskum stjórnmálum í pallborði með áhugafólki um stjórnmál í Finnlandi.
Upplýsingaskrifstofan Norðurlönd í fókus, sendiráð Finnlands á Íslandi og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands standa að fundinum.
Fundurinn verður á ensku og íslensku og er öllum opinn.