Opinn morgunfundur 10. apríl: EES – ástand og áskoranir

Föstudaginn 10. apríl kl. 9:00-10:30 í Norræna húsinu

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu

EES: Ástand og áskoranir

Mikil óvissa ríkir um stöðu og framtíð EES-samningsins. Á sama tíma er ESB að gera úttekt á samskiptum sínum við Sviss, eftir að ýmsir erfiðleikar hafa komið upp í tvíhliða samstarfi þeirra að undanförnu. Á þessum fundi verður núverandi staða EES-samningsins skoðuð. Er hægt að réttlæta hann út frá lýðræðislegum sjónarmiðum? Hver er afstaða ESB til samningsins? Er „svissneska lausnin“ raunverulegur valkostur fyrir EES-löndin? Hver er afstaða ESB til slíks tvíhliða samstarfs?

——————-

Evrópuþingmaðurinn Andreas Schwab mun fjalla um skýrslu sem Evrópuþingið vinnur að um EES-samninginn og samskipti ESB og Sviss

Andreas Schwab er þingmaður á Evrópuþinginu og skýrslugjafi (e. rapporteur) nefndar þingsins um EES-samninginn og samskipti ESB og Sviss.

——————-

EES-samningurinn: Aukið frelsi eða skilyrt sjálfstæði?

John Erik Fossum er prófessor við ARENA, Evrópufræðasetur Háskólans í Osló, og höfundur bókarinnar Det Norske Paradoks. 

——————–

Hröðun á innleiðingu ESB gerða í EES-samninginn?

Jóhanna Jónsdóttir er með doktorspróf í Evrópufræðum frá Cambridge háskóla og starfar sem sérfræðingur hjá EFTA.

Eftir erindin verða pallborðsumræður með fyrirlesurum en að auki mun Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, taka þátt.

Fundarstjóri: Baldur Þórhallsson, deildarforseti og prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Boðið verður upp á kaffiveitingar frá kl. 8:30 til 9:00.

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Evrópustofa á Facebook:  www.facebook.com/evropustofa

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Evrópustofu, stendur fyrir opnum fundum um málefni sem eru ofarlega í umræðunni í Evrópu um þessar mundir. Sjónum er sérstaklega beint að EES-samningnum, dýravelferð, heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, utanríkismálum og stjórnmálaástandinu í Evrópu. Fylgist með á vefsíðu Alþjóðamálastofnunar: www.ams.hi.is.