Nótt í Gaza: Opinn hádegisfundur 9. apríl

Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, fimmtudaginn 9. apríl kl. 12:00 til 13:00 í Odda 101

Nótt í Gaza: Hvers vegna vernda alþjóðalög og mannréttindasáttmálar ekki borgara í Palestínu?

Mads Gilbert er prófessor við Heimskautaháskólann í Noregi og forstöðumaður bráðamóttöku háskólasjúkrahúss Norður-Noregs í Tromsø. Hann hefur starfað sem bráðalæknir á stærsta sjúkrahúsinu á Gaza síðan 2006. Í erindi sínu mun Gilbert fjalla um afleiðingar nútíma stríðsátaka á íbúa Palestínu sem þurfa að búa við umsátursástand og stöðugar sprengjuárásir, og vanmátt alþjóðasamfélagsins til að vernda palestínska borgara.

Fundarstjóri: Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Unicef á Íslandi og höfundur bókarinnar Ríkisfang: Ekkert.

Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Alþjóðamálastofnunar: www.ams.hi.is.

Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun